Það líður alltaf lengra og lengra á milli blogga hjá mér, en það mun líklega ekki lagast fyrr en í september.
En aðalfréttin hjá mér er sú að ég er að ég keypti mér Opelinn. Hann er bara smá bilaður, en það er allt í lagi, það er bara svolítið vandasamt að koma honum í gang ...
Annars er ég ekkert búin að afreka, sem kemur reyndar ekki mikið á óvart.
Er bara búin að vinna og horfa á Prison Break í rigningunni. Er ekki alveg að fíla þetta “sumar” í botn. Eins gott að þetta lagist um helgina, annars ætla ég að skrifa veðurstofunni hótunarbréf.
Ég er búin að eiga bílinn minn í níu daga og er ennþá ekki búin að bakka á. Og ég er örvhentur kvenmaður. Spáiði í því.
Reyndar held ég að ég sé búin að hræða líftóruna úr Magga nokkrum Dan með því að líta á dökkdökkappelsínugult ljós jafngyldi grænu, sem það gerir. Ekki satt?
Best að hoppa í brúsabað áður en Gilmore Girls byrjar. Það er er brjálað spennó. Rory var á deiti með einhverjum en svo var hún ekkert hrifin af honum, heldur hinum gaurnum sem er geðveikt asnalegur. Afhverju Rory, Afhverju?
Tinna – Leti er lífstíll
tisa at 19:52
4 comments